Bergþór sest hugsanlega aftur í formannsstólinn í vor Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent