Nýr flokkur í Póllandi mælist sá þriðji stærsti Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 23:39 Robert Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins á árunum 2014 til 2018. Getty Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar. Pólland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar.
Pólland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira