Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 19:19 Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira