Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 19:19 Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent