Hún fagnaði tuttugu ára afmæli flokksins í dag með því að taka sæti á Alþingi þar sem hún flutti ræðu undir vökulum augum tengdaföður síns Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

„Virðulegur forseti. Undirliggjandi í öllum sögum sem hafa komið fram síðustu ár undir formerkjum #metoo og #vinnufriður er ein skýr krafa, krafan um að fá að sinna starfi sínu í friði án þess að þurfa að verða fyrir áreitni, fordómum eða ofbeldi, hvort sem það er í orði eða á borði, sama hvort um sé að ræða starfsfólk í fiskvinnslu eða í æðstu stofnunum landsins,“ sagði Una í ræðu sinni.
Una deildi mynd af sér á Instagram fyrr í dag þar sem hún greindi formlega frá meðgöngunni.
VG á tuttugu ára afmæli í dag og ég fagnaði með því að taka sæti á Alþingi sem varamaður. Í þetta skiptið vorum við reyndar tvö sem tókum sæti, en við Bjartur eigum von á barni í lok júlíView this post on Instagram
A post shared by Una Hildardóttir (@unahi) on Feb 6, 2019 at 8:14am PST