„Hættið að kúga þá sem eiga ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:10 Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir flokkinn á móti veggjöldum. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42