Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Hörður Ægisson skrifar 6. febrúar 2019 06:30 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels en stjórnendur vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira