Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:49 Bryndís Haraldsdóttir er einn af varaforsetum Alþingis. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20