Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi þar sem dóttir hennar sækir skóla í vetur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent