Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 20:30 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga. Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga.
Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda