Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 03:08 Tom Brady fagnar sigri. Vísir/Getty Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgífylki. Tom Brady var fyrsti leikstjórnandinn til að vinna fimm Super Bowl titla og hann er að sjálfsögðu sá fyrsti til að vinna sex. Hann hefur ásamt þjálfaranum Bill Belichick unnið sex af níu Super Bowl leikjum frá því að þeir komust þangað fyrst fyrir sautján árum síðan. Þeir settu báðir met með því að vera elsti þjálfari og elsti leikstjórnandi til að vinna Super Bowl. Six. #SBLIIIpic.twitter.com/GBYUYDKKyp — NFL (@NFL) February 4, 2019 Með því að vinna þessa sex titla hefur New England Patriots komist upp að hlið Pittsburg Steelers sem tvö sigursælustu félögin í Super Bowl. Það þýðir líka að ekkert félag hefur unnið fleiri Super Bowl leiki en Tom Brady á meira en fimm áratuga sögu stærsta íþróttakappleiks í Bandaríkjunum. Brady er orðinn 41 árs gamall en felur aldurinn vel og lofaði því fyrir leikinn að þetta yrði ekki hans síðasti leikur. Það er samt freistandi fyrir hann að segja þetta gott núna. Það verður að fara að bera hann saman við menn eins og NBA-kónginn Michael Jordan því hann hefur fyrir löngu gert flest NFL-metin nær ósnertanleg með öllum þessum sigrum. Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls frá 1991 til 1998. Tom Brady var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn heldur Julian Edelman útherji Patriots-liðsins. Edelman greip tíu sendingar frá Brady og fór alls 141 jarda með þeim. Edelman hélt sóknarleiknum á floti þegar ekkert gekk en Patriots vörnin á líka mikið hrós fyrir að halda niðri hinu frábæra sóknarliði Los Angeles Rams. .@SuperBowl LIII MVP: Julian @Edelman11!!! #SBLIII#EverythingWeGotpic.twitter.com/i4X81xZ2sx — NFL (@NFL) February 4, 2019 Tom Brady fagnar snertimark Sony Michel.Vísir/Getty Á tímabili þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í NFL-deildinni var varnarleikurinn í aðalhlutverkinu í sjálfum Super Bowl leiknum í nótt. Það var lítið um tilþrif í sóknarleiknum en á móti var leikurinn æsispennandi og hélt því fólki við sjónvarpið þrátt fyrir lítið skor. Eina snertimark leiksins kom sjö mínútum fyrir leikslok og það skoraði stjarna New England Patriots í úrslitakeppninni í ár eða nýliðinn og hlauparinn Sony Michel. Varnarleikurinn var heldur betur í aðalhlutverkinu í fyrri hálfleiknum. Það var ekki skorað í fyrsta leikhlutanum og einu þrjú stigin í öllum hálfleiknum kom eftir 42 jarda vallarmark hjá Stephen Gostkowski, sparkara New England Patriots. Gostkowski hafði klúðrað sparki fyrir vallarmarki fyrr í leiknum en kom nú Patriots liðinu í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Sóknarleikur Los Angeles Rams liðsins var algjörlega í molum í fyrri hálfleiknum og ungi leikstjórnandinn Jared Goff komst ekkert áleiðis gegn Patriots vörninni. Það gekk aðeins betur hjá Tom Brady og þá aðallega í gegnum sendingar til útherjans Julian Edelman sem varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að grípa sjö sendingar fyrir 74 jarda í fyrri hálfleik. Hvorugur leikstjórnandanna komst þó inn á rauða svæðið og Rams náð aðeins tveimur endurnýjunum allan hálfleikinn. New England Patriots varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarmaðurinn öflugi Patrick Chung en sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var áfram ekki upp á marga fiska. Julian Edelman var frábær og líka sáttur í leikslok.Vísir/Getty Los Angeles Rams varð þannig fyrsta liðið í sögu Super Bowl til að sparka boltanum frá sér í sjö fyrstu sóknum sínum. Þeir þurftu líka að sparka frá sér í áttundu sókninni. Sparkarinn Johnny Hekker fékk nóg af æfingu og setti Super Bowl met með því að sparka 65 jarda í áttunda sparkinu. Los Angeles Rams liðið náði fyrstu almennilegu sókninni sinni í níundu tilraun undir lok þriðja leikhluta og var nálægt því að skora snertimark. Það gekk aftur á móti ekki en sparkarinn Greg Zuerlein jafnaði leikinn í 3-3 með 53 jarda vallarmarki, því næstlengsta í sögu Super Bowl. .@Flyguy2stackz scores the first TD of @SuperBowl LIII!@Patriots up 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/iEgjAq3TFw — NFL (@NFL) February 4, 2019 New England Patriots náði aftur að stoppa í vörninni í fjórða leikhlutanum og þegar sóknin hófst þá mátti heyra stóran hluta leikvangsins kyrja nafn Brady. Hann brást ekki heldur stýrði glæsilegri sókn upp völlinn sem endaði með snertimarki hlauparans og nýliðans Sony Michel. Michel var þarna að skora sitt sjötta snertimark í úrslitakeppninni (mesta hjá leikmanni í 22 ár) og Patriots liðið var komið yfir í 10-3. Lofandi sókn Rams-liðsins í kjölfarið endaði hins vegar með að Jared Goff kastaði boltanum frá sér eftir mikla pressu frá New England vörninni. Stephon Gilmore komst inn í sendingu hans. Goff kolféll á stóra prófinu í þessum leik og sóknarleikur Los Angeles Rams var aldrei líkur sjálfum sér. WOW.@BumpNrunGilm0re PICKS OFF Jared Goff with 4:17 left in the game. @Patriots leading 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/Yv2KXuTkaP — NFL (@NFL) February 4, 2019 Sparkarinn Stephen Gostkowski innsiglaði síðan sigurinn með því að skora 41 jarda vallarmark og tryggja Patriots 13-3 sigur. Jared Goff féll á stóra prófinu.Vísir/Getty FINAL: The @Patriots WIN @SuperBowl LIII! #SBLIII (by @Lexus) pic.twitter.com/3S2Vc91dyR — NFL (@NFL) February 4, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgífylki. Tom Brady var fyrsti leikstjórnandinn til að vinna fimm Super Bowl titla og hann er að sjálfsögðu sá fyrsti til að vinna sex. Hann hefur ásamt þjálfaranum Bill Belichick unnið sex af níu Super Bowl leikjum frá því að þeir komust þangað fyrst fyrir sautján árum síðan. Þeir settu báðir met með því að vera elsti þjálfari og elsti leikstjórnandi til að vinna Super Bowl. Six. #SBLIIIpic.twitter.com/GBYUYDKKyp — NFL (@NFL) February 4, 2019 Með því að vinna þessa sex titla hefur New England Patriots komist upp að hlið Pittsburg Steelers sem tvö sigursælustu félögin í Super Bowl. Það þýðir líka að ekkert félag hefur unnið fleiri Super Bowl leiki en Tom Brady á meira en fimm áratuga sögu stærsta íþróttakappleiks í Bandaríkjunum. Brady er orðinn 41 árs gamall en felur aldurinn vel og lofaði því fyrir leikinn að þetta yrði ekki hans síðasti leikur. Það er samt freistandi fyrir hann að segja þetta gott núna. Það verður að fara að bera hann saman við menn eins og NBA-kónginn Michael Jordan því hann hefur fyrir löngu gert flest NFL-metin nær ósnertanleg með öllum þessum sigrum. Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls frá 1991 til 1998. Tom Brady var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn heldur Julian Edelman útherji Patriots-liðsins. Edelman greip tíu sendingar frá Brady og fór alls 141 jarda með þeim. Edelman hélt sóknarleiknum á floti þegar ekkert gekk en Patriots vörnin á líka mikið hrós fyrir að halda niðri hinu frábæra sóknarliði Los Angeles Rams. .@SuperBowl LIII MVP: Julian @Edelman11!!! #SBLIII#EverythingWeGotpic.twitter.com/i4X81xZ2sx — NFL (@NFL) February 4, 2019 Tom Brady fagnar snertimark Sony Michel.Vísir/Getty Á tímabili þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í NFL-deildinni var varnarleikurinn í aðalhlutverkinu í sjálfum Super Bowl leiknum í nótt. Það var lítið um tilþrif í sóknarleiknum en á móti var leikurinn æsispennandi og hélt því fólki við sjónvarpið þrátt fyrir lítið skor. Eina snertimark leiksins kom sjö mínútum fyrir leikslok og það skoraði stjarna New England Patriots í úrslitakeppninni í ár eða nýliðinn og hlauparinn Sony Michel. Varnarleikurinn var heldur betur í aðalhlutverkinu í fyrri hálfleiknum. Það var ekki skorað í fyrsta leikhlutanum og einu þrjú stigin í öllum hálfleiknum kom eftir 42 jarda vallarmark hjá Stephen Gostkowski, sparkara New England Patriots. Gostkowski hafði klúðrað sparki fyrir vallarmarki fyrr í leiknum en kom nú Patriots liðinu í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Sóknarleikur Los Angeles Rams liðsins var algjörlega í molum í fyrri hálfleiknum og ungi leikstjórnandinn Jared Goff komst ekkert áleiðis gegn Patriots vörninni. Það gekk aðeins betur hjá Tom Brady og þá aðallega í gegnum sendingar til útherjans Julian Edelman sem varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að grípa sjö sendingar fyrir 74 jarda í fyrri hálfleik. Hvorugur leikstjórnandanna komst þó inn á rauða svæðið og Rams náð aðeins tveimur endurnýjunum allan hálfleikinn. New England Patriots varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarmaðurinn öflugi Patrick Chung en sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var áfram ekki upp á marga fiska. Julian Edelman var frábær og líka sáttur í leikslok.Vísir/Getty Los Angeles Rams varð þannig fyrsta liðið í sögu Super Bowl til að sparka boltanum frá sér í sjö fyrstu sóknum sínum. Þeir þurftu líka að sparka frá sér í áttundu sókninni. Sparkarinn Johnny Hekker fékk nóg af æfingu og setti Super Bowl met með því að sparka 65 jarda í áttunda sparkinu. Los Angeles Rams liðið náði fyrstu almennilegu sókninni sinni í níundu tilraun undir lok þriðja leikhluta og var nálægt því að skora snertimark. Það gekk aftur á móti ekki en sparkarinn Greg Zuerlein jafnaði leikinn í 3-3 með 53 jarda vallarmarki, því næstlengsta í sögu Super Bowl. .@Flyguy2stackz scores the first TD of @SuperBowl LIII!@Patriots up 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/iEgjAq3TFw — NFL (@NFL) February 4, 2019 New England Patriots náði aftur að stoppa í vörninni í fjórða leikhlutanum og þegar sóknin hófst þá mátti heyra stóran hluta leikvangsins kyrja nafn Brady. Hann brást ekki heldur stýrði glæsilegri sókn upp völlinn sem endaði með snertimarki hlauparans og nýliðans Sony Michel. Michel var þarna að skora sitt sjötta snertimark í úrslitakeppninni (mesta hjá leikmanni í 22 ár) og Patriots liðið var komið yfir í 10-3. Lofandi sókn Rams-liðsins í kjölfarið endaði hins vegar með að Jared Goff kastaði boltanum frá sér eftir mikla pressu frá New England vörninni. Stephon Gilmore komst inn í sendingu hans. Goff kolféll á stóra prófinu í þessum leik og sóknarleikur Los Angeles Rams var aldrei líkur sjálfum sér. WOW.@BumpNrunGilm0re PICKS OFF Jared Goff with 4:17 left in the game. @Patriots leading 10-3. : #SBLIII on CBS pic.twitter.com/Yv2KXuTkaP — NFL (@NFL) February 4, 2019 Sparkarinn Stephen Gostkowski innsiglaði síðan sigurinn með því að skora 41 jarda vallarmark og tryggja Patriots 13-3 sigur. Jared Goff féll á stóra prófinu.Vísir/Getty FINAL: The @Patriots WIN @SuperBowl LIII! #SBLIII (by @Lexus) pic.twitter.com/3S2Vc91dyR — NFL (@NFL) February 4, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira