Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Sylvía Hall skrifar 3. febrúar 2019 11:56 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. „Sannleikurinn er sá að ef ég ætti að lýsa líðan minni líður mér eins og ég sé hér á sakamannabekk,“ sagði Jón Baldvin í upphafi viðtalsins. Viðtalið er það fyrsta sem hann samþykkir til þess að ræða fyrrnefndar ásakanir. Þá segir Jón Baldvin að hann hafi verið „dæmdur án dóms og laga“ í þessum málum og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir aðeins eitt mál hafa farið í gegnum réttarkerfið. „Þetta sætti rannsókn, ég var yfirheyrður, gögn voru lögð fram og það voru vitnaleiðslur“ segir Jón Baldvin og bætir við að kærunni var vísað frá. Hann segir málið hafa verið notað til að draga upp þá mynd að hann sé barnaníðingur. „Svo segir fullt af fólki að ég sé samt sekur.“ Vísir/Vilhelm Segir bréf til systurdóttur sinnar hafa verið dómgreindarbrest Í viðtalinu var komið inn á bréfaskrif Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, en hún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. „Um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti var ég ekkert að fela neitt að færast undan, ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar, ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar,“ sagði Jón Baldvin. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu. „Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30