Vilja rafvæða norska ferjuflotann fyrir 2025 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2019 08:45 Nýjasta rafmagnsferjan "Kommandøren“ á siglingu þvert yfir Sognfjörð milli hafnanna Mannheller og Fodnes, Mynd/Fjord1. Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs: Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs:
Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45