Ekki útlit fyrir að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar notkunar á heitu vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 14:45 Upplýsingafulltrúi Veitna brýnir fyrir fólki að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir. Vísir/Getty Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna. Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna.
Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47
Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18