Mosfelli á Hellu lokað eftir 54 ára starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2019 20:30 Einar og Hjördís sem hafa staðið vaktina saman í Mosfelli á Hellu í fimmtíu og fjögur ár. Magnús Hlynur Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís
Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira