Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 13:50 Frá Vetrarhátíð árið 2012. Fréttablaðið/Anton Brink Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira