Harpa Ósk heillaði gamla hetjutenórinn upp úr skónum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 13:38 Harpa Ósk má vel við una en hún er einhver glæsilegasta söngkona sem Kristján hefur séð. fbl/stefán/ernir Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða. Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða.
Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira