Hjónin tilkynntu um þessa nýju keppni í tengslum við svokallað Greenprint Project sem hefur það að markmiði að bæta umhverfið með því að fólk borði engar dýraafurðir.
Samkvæmt frétt á vef tímaritsins Billboard þurfa aðdáendur ekki að verða algjörlega vegan til að taka þátt í keppninni. Þeir geta til dæmis tekið út dýraafurðir á mánudögum eða reynt að borða vegan-morgunmat.
Beyoncé auglýsti keppnina á Instagram-síðu sinni í gær en einn heppinn aðdáandi mun svo vinna fría tónleikamiða hjá hjónunum fyrir lífstíð.
Hægt er að skrá sig í keppnina til 22. apríl og taka þátt í áskoruninni en því miður fyrir íslenska aðdáendur er hún aðeins opin bandarískum ríkisborgurum að því er fram kemur í frétt Guardian.
What is your Greenprint? Click the link in my bio for a chance to win tickets to any JAY and/or my shows for life. #greenprintprojectView this post on Instagram
A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Jan 30, 2019 at 7:51pm PST