Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira