Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. febrúar 2019 17:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira