Sækja tjón sitt vegna friðunar Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 19. febrúar 2019 06:00 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16