Björt framtíð í dvala og óvíst með framhaldið Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 16:58 Theodóra telur ekki útilokað að Björt framtíð, það sem eftir stendur af þeim flokki, gangi til liðs við Viðreisn. visir/vilhelm Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við. Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við.
Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira