Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 18:45 Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13