Forsætisráðherra Póllands hættir við heimsókn til Ísrael vegna ummæla Netanyahu Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 15:31 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja
Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33
Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34
Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26