Vinalegasta blokkin á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2019 14:30 Mikið fjör í Eskihlíð 10 a og b. Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira