Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:44 Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00