Ekkert hefur spurst til Jóns síðan um síðustu helgi. Dublin Live greinir frá því að systkini Jóns og aðrir fjölskyldumeðlimir höfðu haldið til Dublin í vikunni þar sem unnusta hans hefur verið frá hvarfi hans. Jón og unnustan voru saman á ferðalagi í Dublin þegar hann hvarf.
Jón yfirgaf hótel sitt á laugardagsmorguninn fyrir viku síðan og var hann símalaus. Síðast sást til Jóns í Whitehall klukkan ellefu sama morgun og hefur lögregla óskað eftir aðstoð almennings við leitina.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að Jón hafi verið klæddur í svartan jakka, hann sé með stutt brúnt hár og 184 sentimetrar á hæð.