Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:10 Vel fór á með þeim Pompeo og Guðlaugi Þór í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira