Rannsaka möguleg tengsl Skrípalmálsins við eiturárás í Búlgaríu Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 10:34 Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir þarlenda lögreglumenn vinna með breskum lögreglu- og leyniþjónustumönnum að rannsókninni. Vísir/EPA Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu. Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu.
Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira