Síle bætist í hópinn fyrir suðurameríska HM 2030 framboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:00 Luis Suarez og Lionel Messi auglýsa suðurameríska framboðið fyrir HM 2030. Getty/Sandro Pereyra Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira