Ríkið tapaði aftur í Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/AFP Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira