Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 20:43 Mahmood átti sigurlagið í ítölsku keppninni í ár. Stefania D'Allesandro Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo: Eurovision Ítalía Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo:
Eurovision Ítalía Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira