Kosningum mögulega flýtt á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 12:59 Ríkisstjórn Pedro Sánchez er í bobba með fjárlagafrumvarp sitt. Hann gæti boðað til kosninga á næstu dögum. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“