Handbolti

Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar í leik með Aftureldingu.
Elvar í leik með Aftureldingu. vísir/bára
Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar.

Elvar er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Honum er ætlað að leysa Mimi Kraus, fyrrum landsliðsmann Þýskalands, af hólmi hjá félaginu en Kraus er á förum næsta sumar. Þá kemur Elvar til félagsins en hann mun klára þetta tímabil í Mosfellsbænum.





Elvar verður fjórði Íslendingurinn til þess að spila með félaginu en áður hafa Arnór Þór Gunnarsson, Árni Þór Sigtryggsson og Björgvin Páll Gústavsson klæðst treyju félagsins.

Elvar er orðinn 24 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu ár. Hann fær nú stóra tækifærið á stóra sviðinu.

Stuttgart er sem stendur í tólfta sæti í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×