Nefið Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 „Viltu giftast mér?“ sagði gyðingurinn sem varð á vegi mínum í hinni helgu borg Jerúsalem. „Mig hefur alltaf langað að giftast bláeygðri konu með lítið fíngert nef.“ Mér hafði ekki enn gefist tækifæri til að segja honum að ég væri gift þegar hann var farinn að reyna að stjórna mér. Símahulstrið mitt var til dæmis ekki í réttum lit. Þetta væri ekki frásögur færandi nema vegna þess að ég var með minnimáttarkennd gagnvart nefinu mínu fram á fullorðinsár. Passaði lengi vel að enginn sæi það á hlið því mér fannst það alltof stórt. Eftir bónorðið fór ég að horfa kringum mig og sá að nefið mitt var alls ekki svo stórt í samanburði við önnur nef þarna sem ég var stödd. Á íslenskan mælikvarða var það samt nógu stórt til þess að sögukennari í Verzlunarskólanum notaði það sem sýnishorn þegar ég var sextán. Hann benti á mig og sagði: „Þú, horfðu á hlið. Sjáið krakkar, hún gæti verið með grískt nef.“ Við vorum að læra um sögu Grikklands. Minnimáttarkenndin rak mig til lýtalæknis sem sá ekki ástæðu til að gera aðgerð. Mikið var ég fegin en samt ekki. Það var ekki fyrr en ég eignaðist börnin mín og þroskaðist að ég hafði ekki tíma eða áhuga á að spá í nefið á mér. Að ég áttaði mig á að flestum er nett sama um nefið á mér. Þegar maður hugsar til baka þá er ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern líkamspart. Það sem einum þykir fallegt fellur ekki endilega að smekk annars. Sama hvaða lýti við teljum að við höfum þá skilgreinir það okkur ekki. Það sem mér finnst skilgreina mig er hvern hug ég ber til sjálfrar mín og annarra. Þegar maður sleppir svona sleggjudómum þá öðlast sálin hugarró. Og þar er gott að dvelja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun
„Viltu giftast mér?“ sagði gyðingurinn sem varð á vegi mínum í hinni helgu borg Jerúsalem. „Mig hefur alltaf langað að giftast bláeygðri konu með lítið fíngert nef.“ Mér hafði ekki enn gefist tækifæri til að segja honum að ég væri gift þegar hann var farinn að reyna að stjórna mér. Símahulstrið mitt var til dæmis ekki í réttum lit. Þetta væri ekki frásögur færandi nema vegna þess að ég var með minnimáttarkennd gagnvart nefinu mínu fram á fullorðinsár. Passaði lengi vel að enginn sæi það á hlið því mér fannst það alltof stórt. Eftir bónorðið fór ég að horfa kringum mig og sá að nefið mitt var alls ekki svo stórt í samanburði við önnur nef þarna sem ég var stödd. Á íslenskan mælikvarða var það samt nógu stórt til þess að sögukennari í Verzlunarskólanum notaði það sem sýnishorn þegar ég var sextán. Hann benti á mig og sagði: „Þú, horfðu á hlið. Sjáið krakkar, hún gæti verið með grískt nef.“ Við vorum að læra um sögu Grikklands. Minnimáttarkenndin rak mig til lýtalæknis sem sá ekki ástæðu til að gera aðgerð. Mikið var ég fegin en samt ekki. Það var ekki fyrr en ég eignaðist börnin mín og þroskaðist að ég hafði ekki tíma eða áhuga á að spá í nefið á mér. Að ég áttaði mig á að flestum er nett sama um nefið á mér. Þegar maður hugsar til baka þá er ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern líkamspart. Það sem einum þykir fallegt fellur ekki endilega að smekk annars. Sama hvaða lýti við teljum að við höfum þá skilgreinir það okkur ekki. Það sem mér finnst skilgreina mig er hvern hug ég ber til sjálfrar mín og annarra. Þegar maður sleppir svona sleggjudómum þá öðlast sálin hugarró. Og þar er gott að dvelja.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun