Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega.
Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel. Heill haugur af nýjum aðdáendum þáttanna eru komnir fram eftir að Friends varð aðgengilegt á Netflix og fæðist nýir aðdáendur á hverjum degi. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitum í heiminum. David Schwimmer fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum en hann lék hinn skemmtilega Ross.
Schwimmer hefði mögulega getað misst af hlutverkinu sem Ross en Mitchell Whitfield fór í prufu fyrir hlutverk Ross og Chandler.
Það kannast eflaust margir við Whitfield en hann lék tannlækninn Dr. Barry Farber í fyrstu seríunni en hann var trúlofaður Rachel.
„Ég fór margoft í prufu og það var búið að taka ákvörðun um að ég væri maðurinn fyrir karakterinn Ross. Á síðustu stundu ákváðu framleiðendur að kalla inn einn leikara í viðbót í prufu,“ segir Whitfield í samtali við The Guardian. Sá maðurinn reyndist vera David Schwimmer sem fékk hlutverkið að lokum.
Mitchell Whitfield átti að leika eitt af aðalhlutverkunum í Friends
Stefán Árni Pálsson skrifar
