Skoða bókmenntasöguna með nýjum augum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 10:45 Einar Kári, Kristín María og Jóhannes ásamt Styrmi Dýrfjörð hafa stofnað nýtt bókaforlag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Una útgáfuhús er nýtt forlag, en nafnið er hugsað sem tenging við Unuhús og þann hóp sem þar kom saman. Stofnendur eru Einar Kári Jóhannsson, Kristín María Kristinsdóttir, Jóhannes Helgason og Styrmir Dýrfjörð. Þau hafa stundað nám í íslensku, heimspeki og bókmenntafræði og starfað saman í bókabúð.Komu auga á gat „Við höfum fylgst með bókaútgáfu mjög lengi og komum auga á smá gat, ekki endilega í markaðnum heldur menningarlega og hugmyndafræðilega. Bækur eru yfirleitt prentaðar einu sinni og koma ekki aftur út og nýjar kynslóðir hafa lítinn aðgang að þeim. Það er líka oft erfitt fyrir ungskáld og nýja höfunda að fá verk sín gefin út og við viljum skapa vettvang fyrir þessa höfunda,“ segir Einar Kári. „Við viljum ekki síst endurútgefa gamlar bækur sem eru ef til vill gleymdar en skipta máli og eiga erindi við samtímann. Við ætlum líka að gefa út þýðingar á sígildum samtímaverkum, kannski ekki þau allra klassískustu, en verk sem annars myndu varla koma út á íslensku,“ segir Kristín María. „Við erum að skoða bókmenntasöguna með nýjum augum, erum til dæmis að skoða merkileg eldri verk eftir skáldkonur, verk sem náðu ekki fótfestu. En við erum aðeins í startholunum og að skoða ýmislegt.“Áhugaverð saga Fyrsta bók Unu útgáfuhúss er komin út, en það er bókin Undir fána lýðveldisins, endurminningar Hallgríms Hallgrímssonar sem barðist í spænsku borgarastyrjöldinni. Jóhannes rakst á þá bók í Kolaportinu, keypti hana og las. „Mér fannst hún einstaklega áhugaverð og vel til endurútgáfu fallin en hún kom fyrst út árið 1942 í litlum bæklingi,“ segir hann. Saga Hallgríms hefur haft áhrif á aðra höfunda og var til dæmis kveikja að skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrofljótið. Einar Kári og Styrmir skrifa eftirmála við þessa nýju útgáfu á Undir fána lýðveldisins. „Frásögn Hallgríms er eins og spennusaga og hann er afar einlægur í lýsingum sínum,“ segir Einar Kári. „Við Styrmir fórum að skoða líf hans og það varð að heljarinnar rannsókn. Hallgrímur átti okkur í nokkra mánuði. Við kynntumst dóttur hans, Höllu Mjöll Hallgrímsdóttur, sem lét okkur í té áður óbirt bréf eftir hann og við fórum á skjalasöfn og fundum mikið af upplýsingum þar. Það er áhugavert hvernig þessi fátæki drengur varð eins róttækur og raun ber vitni. Ungur byrjaði hann í kvöldskóla hjá Einari Olgeirssyni og tók þátt í verkföllum. Hann var síðan meðal yngstu stofnmeðlima Kommúnistaflokks Íslands og fékk inngöngu í skóla Komintern í Moskvu. Íslenskir sagnfræðingar hafa tekist á um hvort Hallgrímur hafi lært til hernaðar í Rússlandi og hafi jafnvel átt að stjórna vopnaðri byltingu hér á landi. Við stígum varlega til jarðar í þeim efnum, enda erum við fædd eftir lok kalda stríðsins og vildum frekar gefa mannlega mynd af Hallgrími og um leið reyna að skilja róttækni fjórða áratugarins. Það finnst okkur frekar til þess fallið að spegla samtímann. Til dæmis eru ýmis líkindi með honum og Hauki Hilmarssyni. Báðir hverfa þeir nær sporlaust 32 ára og eru brennandi hugsjónamenn sem taka þátt í erlendu stríði án þess að tilkynna neinum hvert þeir eru að fara.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Una útgáfuhús er nýtt forlag, en nafnið er hugsað sem tenging við Unuhús og þann hóp sem þar kom saman. Stofnendur eru Einar Kári Jóhannsson, Kristín María Kristinsdóttir, Jóhannes Helgason og Styrmir Dýrfjörð. Þau hafa stundað nám í íslensku, heimspeki og bókmenntafræði og starfað saman í bókabúð.Komu auga á gat „Við höfum fylgst með bókaútgáfu mjög lengi og komum auga á smá gat, ekki endilega í markaðnum heldur menningarlega og hugmyndafræðilega. Bækur eru yfirleitt prentaðar einu sinni og koma ekki aftur út og nýjar kynslóðir hafa lítinn aðgang að þeim. Það er líka oft erfitt fyrir ungskáld og nýja höfunda að fá verk sín gefin út og við viljum skapa vettvang fyrir þessa höfunda,“ segir Einar Kári. „Við viljum ekki síst endurútgefa gamlar bækur sem eru ef til vill gleymdar en skipta máli og eiga erindi við samtímann. Við ætlum líka að gefa út þýðingar á sígildum samtímaverkum, kannski ekki þau allra klassískustu, en verk sem annars myndu varla koma út á íslensku,“ segir Kristín María. „Við erum að skoða bókmenntasöguna með nýjum augum, erum til dæmis að skoða merkileg eldri verk eftir skáldkonur, verk sem náðu ekki fótfestu. En við erum aðeins í startholunum og að skoða ýmislegt.“Áhugaverð saga Fyrsta bók Unu útgáfuhúss er komin út, en það er bókin Undir fána lýðveldisins, endurminningar Hallgríms Hallgrímssonar sem barðist í spænsku borgarastyrjöldinni. Jóhannes rakst á þá bók í Kolaportinu, keypti hana og las. „Mér fannst hún einstaklega áhugaverð og vel til endurútgáfu fallin en hún kom fyrst út árið 1942 í litlum bæklingi,“ segir hann. Saga Hallgríms hefur haft áhrif á aðra höfunda og var til dæmis kveikja að skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrofljótið. Einar Kári og Styrmir skrifa eftirmála við þessa nýju útgáfu á Undir fána lýðveldisins. „Frásögn Hallgríms er eins og spennusaga og hann er afar einlægur í lýsingum sínum,“ segir Einar Kári. „Við Styrmir fórum að skoða líf hans og það varð að heljarinnar rannsókn. Hallgrímur átti okkur í nokkra mánuði. Við kynntumst dóttur hans, Höllu Mjöll Hallgrímsdóttur, sem lét okkur í té áður óbirt bréf eftir hann og við fórum á skjalasöfn og fundum mikið af upplýsingum þar. Það er áhugavert hvernig þessi fátæki drengur varð eins róttækur og raun ber vitni. Ungur byrjaði hann í kvöldskóla hjá Einari Olgeirssyni og tók þátt í verkföllum. Hann var síðan meðal yngstu stofnmeðlima Kommúnistaflokks Íslands og fékk inngöngu í skóla Komintern í Moskvu. Íslenskir sagnfræðingar hafa tekist á um hvort Hallgrímur hafi lært til hernaðar í Rússlandi og hafi jafnvel átt að stjórna vopnaðri byltingu hér á landi. Við stígum varlega til jarðar í þeim efnum, enda erum við fædd eftir lok kalda stríðsins og vildum frekar gefa mannlega mynd af Hallgrími og um leið reyna að skilja róttækni fjórða áratugarins. Það finnst okkur frekar til þess fallið að spegla samtímann. Til dæmis eru ýmis líkindi með honum og Hauki Hilmarssyni. Báðir hverfa þeir nær sporlaust 32 ára og eru brennandi hugsjónamenn sem taka þátt í erlendu stríði án þess að tilkynna neinum hvert þeir eru að fara.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira