Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2019 16:45 Fimm hafa þegar fengið bréf og fleiri eiga von á bréfum að sögn lögmanns starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Vísir Í gærkvöldi var fimm manns, sem öll eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sent bréf: Krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta. Bréfið er jafnframt aðvörun um málshöfðun en það sendir Jóhannes S. Ólafsson Landsréttarlögmaður fyrir hönd starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Krafan er sett fram vegna ummæla sem sett voru fram í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um Rúmena sem kvörtuðu sáran undan því að hafa verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni. Þau sem um ræðir eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Þegar hefur verið greint frá því að Viðari hafi borist slíkt bréf en hann hefur gefið það út, í samtali við Fréttablaðið, að hann ætli að virða það að vettugi. Þess er krafist af þeim sem hér eru nefndir að þeir biðjist afsökunar á ummælum sínum, dragi þau til baka og greiði frá 600 þúsund krónum og upp í milljón króna auk lögfræðikostnaðar sem metinn er á 150 til 200 þúsund krónur eftir atvikum. Þrjú bréf til viðbótar þessum verða send út í kvöld.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact.Segir ekkert hæft í hinum meiðandi ummælum Vísir hefur bréfin og önnur gögn málsins undir höndum en Jóhannes lögmaður segir það yfir allan vafa hafið að ummælin sem um ræðir séu refsiverð og þau séu tilhæfulaus með öllu. Starfsmannaleigan hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart Rúmenunum sem um ræðir og reyndar staðið vel að málum gagnvart þeim. Það sýni gögn málsins svo ekki verður um villst. Jóhannes telur, í ljósi þeirra og framburðar skjólstæðinga sinna, að Rúmenarnir hafi haft fjölmiðla, Eflingu og ASÍ; flesta þá sem um málið hafa fjallað, að fífli. Að öllu óbreyttu segir hann þá sem hér hafa verið nefndir verða sóttir til saka. Í það stefni reyndar miðað við opinber viðbrögð Viðars. En Jóhannes hefur ekki enn heyrt í neinum þeirra sem fengu frá honum bréf í gær. Reyndar eru þeir talsvert fleiri sem gætu átt það yfir höfði sér að fá hliðstætt bréf, af nógu sé að taka þegar ummæli sem feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi sé að ræða, en það sé verið að taka til þess afstöðu.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjónAfdráttarlaus fordæming og fyrirvaralaus „Við tökum þessi verstu fyrir fyrst,“ segir Jóhannes og að það skipti einnig máli hvaða stöðu viðkomandi hafa þegar þau láta ummælin falla. Sem gefi orðum þeirra meiri vigt en annars. Í væntanlegri málshöfðun segir lögmaðurinn vel koma til greina að einnig verði farið fram á bætur vegna þess tjóns sem Menn í vinnu hafa orðið fyrir vegna ummælanna en það tjón segir Jóhannes að sé verulegt. Starfsmannaleigan hafi misst fjölda samninga í kjölfar þess að málið kom upp. Á því þurfi að fara fram mat. Og, í kjölfarið af þessu hafi fjölmargir misst vinnuna. Ummælin sem um ræðir eru afdráttarlaus og birtast þau í ýmsum fjölmiðlum og á heimasíðum. Til að gefa hugmynd um hvers kyns er þá er í tilfelli Halldórs Þórs Grönvold meðal annars um að ræða:„Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim.“Rúmensku starfsmennirnir segja farir sínar ekki sléttar og segjast búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi.Visir/SigurjónFégráðug glæpafyrirtæki Hvað Sólveigu Önnu snertir þá eru tiltekin ummælin: „Við erum annars vegar að díla við glæpamenn,“ og „Hver er ástæðan fyrir að atvinnurekendur með ónýtan siðferðisáttavita hafa þennan hóp í sigtinu? Það er af því að þau eru jaðarhópur í samfélaginu. Þau sjá hóp af fólki þarna sem þau upplifa ekki sem mennskan.“ Þau ummæli sem tilgreind eru í bréfi til Drífu Snædal eru: „Í dag höfum við ekki þetta skipulag og glæpamenn sem eru svo fégráðugir að þeim er sama um grundvallar mannréttindi geta þannig vaðið uppi nánast óáreittir. Þessi glæpafyrirtæki geta svo boðið lágt verð í framkvæmdir, jafnvel á vegum ríkis og sveitarfélaga því það er sannanlega ódýrara að fá þræla til verksins en fólk sem krefst launa.“ Ummælin lét Drífa falla í vikulegum pistli sínum á heimasíðu ASÍ.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stendur í ströngu þessa dagana en atkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðs verkfalls 8. mars lýkur í kvöld.Vísir/VilhelmVænd um felsissviptingu og þrælahald Í einu bréfanna, sem stílað er á Maríu Lóu Friðjónsdóttur er haft eftir henni: „Að mínu mati er þetta nauðungavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim og þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum.“ Þessi ummæli segir Jóhannes að feli í sér refsiverðar aðdróttanir og annars konar ærumeiðingar í garð umbjóðanda sinna, það fari ekki á milli mála. Gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot svo sem frelsissviptingu, nauðungarvinnu, þrælahald og fleira sem margra ára fangelsisvist liggur við samkvæmt íslenskum lögum. Og, þessar ásakanir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Og það sýni öll gögn málsins.Efling hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni að sækja laun rúmensku vinnumannanna til starfsmannaleigunnar Menn í vinnu.Vísir/GVASögð kúga fólk og svíkja úr því fé Að endingu er hér nefnt bréf sem stílað er á Viðar Þorsteinsson en vitnað er í hann með setningar á borð við: „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ Og: „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk.“ Jóhannes segir þessi og fleiri ummæli yfirgengileg. Þau séu sett fram án fyrirvara og í engu sé litið til hugsanlegra málsvarna skjólstæðings hans. „Það er eins og bannað sé að nefna staðreyndir,“ segir Jóhannes og vísar til þess hversu hart fjöldi fólks hefur gengið fram. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í gærkvöldi var fimm manns, sem öll eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sent bréf: Krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta. Bréfið er jafnframt aðvörun um málshöfðun en það sendir Jóhannes S. Ólafsson Landsréttarlögmaður fyrir hönd starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Krafan er sett fram vegna ummæla sem sett voru fram í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um Rúmena sem kvörtuðu sáran undan því að hafa verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni. Þau sem um ræðir eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Þegar hefur verið greint frá því að Viðari hafi borist slíkt bréf en hann hefur gefið það út, í samtali við Fréttablaðið, að hann ætli að virða það að vettugi. Þess er krafist af þeim sem hér eru nefndir að þeir biðjist afsökunar á ummælum sínum, dragi þau til baka og greiði frá 600 þúsund krónum og upp í milljón króna auk lögfræðikostnaðar sem metinn er á 150 til 200 þúsund krónur eftir atvikum. Þrjú bréf til viðbótar þessum verða send út í kvöld.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact.Segir ekkert hæft í hinum meiðandi ummælum Vísir hefur bréfin og önnur gögn málsins undir höndum en Jóhannes lögmaður segir það yfir allan vafa hafið að ummælin sem um ræðir séu refsiverð og þau séu tilhæfulaus með öllu. Starfsmannaleigan hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart Rúmenunum sem um ræðir og reyndar staðið vel að málum gagnvart þeim. Það sýni gögn málsins svo ekki verður um villst. Jóhannes telur, í ljósi þeirra og framburðar skjólstæðinga sinna, að Rúmenarnir hafi haft fjölmiðla, Eflingu og ASÍ; flesta þá sem um málið hafa fjallað, að fífli. Að öllu óbreyttu segir hann þá sem hér hafa verið nefndir verða sóttir til saka. Í það stefni reyndar miðað við opinber viðbrögð Viðars. En Jóhannes hefur ekki enn heyrt í neinum þeirra sem fengu frá honum bréf í gær. Reyndar eru þeir talsvert fleiri sem gætu átt það yfir höfði sér að fá hliðstætt bréf, af nógu sé að taka þegar ummæli sem feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi sé að ræða, en það sé verið að taka til þess afstöðu.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjónAfdráttarlaus fordæming og fyrirvaralaus „Við tökum þessi verstu fyrir fyrst,“ segir Jóhannes og að það skipti einnig máli hvaða stöðu viðkomandi hafa þegar þau láta ummælin falla. Sem gefi orðum þeirra meiri vigt en annars. Í væntanlegri málshöfðun segir lögmaðurinn vel koma til greina að einnig verði farið fram á bætur vegna þess tjóns sem Menn í vinnu hafa orðið fyrir vegna ummælanna en það tjón segir Jóhannes að sé verulegt. Starfsmannaleigan hafi misst fjölda samninga í kjölfar þess að málið kom upp. Á því þurfi að fara fram mat. Og, í kjölfarið af þessu hafi fjölmargir misst vinnuna. Ummælin sem um ræðir eru afdráttarlaus og birtast þau í ýmsum fjölmiðlum og á heimasíðum. Til að gefa hugmynd um hvers kyns er þá er í tilfelli Halldórs Þórs Grönvold meðal annars um að ræða:„Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim.“Rúmensku starfsmennirnir segja farir sínar ekki sléttar og segjast búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi.Visir/SigurjónFégráðug glæpafyrirtæki Hvað Sólveigu Önnu snertir þá eru tiltekin ummælin: „Við erum annars vegar að díla við glæpamenn,“ og „Hver er ástæðan fyrir að atvinnurekendur með ónýtan siðferðisáttavita hafa þennan hóp í sigtinu? Það er af því að þau eru jaðarhópur í samfélaginu. Þau sjá hóp af fólki þarna sem þau upplifa ekki sem mennskan.“ Þau ummæli sem tilgreind eru í bréfi til Drífu Snædal eru: „Í dag höfum við ekki þetta skipulag og glæpamenn sem eru svo fégráðugir að þeim er sama um grundvallar mannréttindi geta þannig vaðið uppi nánast óáreittir. Þessi glæpafyrirtæki geta svo boðið lágt verð í framkvæmdir, jafnvel á vegum ríkis og sveitarfélaga því það er sannanlega ódýrara að fá þræla til verksins en fólk sem krefst launa.“ Ummælin lét Drífa falla í vikulegum pistli sínum á heimasíðu ASÍ.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stendur í ströngu þessa dagana en atkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðs verkfalls 8. mars lýkur í kvöld.Vísir/VilhelmVænd um felsissviptingu og þrælahald Í einu bréfanna, sem stílað er á Maríu Lóu Friðjónsdóttur er haft eftir henni: „Að mínu mati er þetta nauðungavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim og þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum.“ Þessi ummæli segir Jóhannes að feli í sér refsiverðar aðdróttanir og annars konar ærumeiðingar í garð umbjóðanda sinna, það fari ekki á milli mála. Gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot svo sem frelsissviptingu, nauðungarvinnu, þrælahald og fleira sem margra ára fangelsisvist liggur við samkvæmt íslenskum lögum. Og, þessar ásakanir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Og það sýni öll gögn málsins.Efling hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni að sækja laun rúmensku vinnumannanna til starfsmannaleigunnar Menn í vinnu.Vísir/GVASögð kúga fólk og svíkja úr því fé Að endingu er hér nefnt bréf sem stílað er á Viðar Þorsteinsson en vitnað er í hann með setningar á borð við: „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ Og: „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk.“ Jóhannes segir þessi og fleiri ummæli yfirgengileg. Þau séu sett fram án fyrirvara og í engu sé litið til hugsanlegra málsvarna skjólstæðings hans. „Það er eins og bannað sé að nefna staðreyndir,“ segir Jóhannes og vísar til þess hversu hart fjöldi fólks hefur gengið fram.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00
Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00
Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent