Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2019 16:45 Fimm hafa þegar fengið bréf og fleiri eiga von á bréfum að sögn lögmanns starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Vísir Í gærkvöldi var fimm manns, sem öll eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sent bréf: Krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta. Bréfið er jafnframt aðvörun um málshöfðun en það sendir Jóhannes S. Ólafsson Landsréttarlögmaður fyrir hönd starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Krafan er sett fram vegna ummæla sem sett voru fram í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um Rúmena sem kvörtuðu sáran undan því að hafa verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni. Þau sem um ræðir eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Þegar hefur verið greint frá því að Viðari hafi borist slíkt bréf en hann hefur gefið það út, í samtali við Fréttablaðið, að hann ætli að virða það að vettugi. Þess er krafist af þeim sem hér eru nefndir að þeir biðjist afsökunar á ummælum sínum, dragi þau til baka og greiði frá 600 þúsund krónum og upp í milljón króna auk lögfræðikostnaðar sem metinn er á 150 til 200 þúsund krónur eftir atvikum. Þrjú bréf til viðbótar þessum verða send út í kvöld.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact.Segir ekkert hæft í hinum meiðandi ummælum Vísir hefur bréfin og önnur gögn málsins undir höndum en Jóhannes lögmaður segir það yfir allan vafa hafið að ummælin sem um ræðir séu refsiverð og þau séu tilhæfulaus með öllu. Starfsmannaleigan hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart Rúmenunum sem um ræðir og reyndar staðið vel að málum gagnvart þeim. Það sýni gögn málsins svo ekki verður um villst. Jóhannes telur, í ljósi þeirra og framburðar skjólstæðinga sinna, að Rúmenarnir hafi haft fjölmiðla, Eflingu og ASÍ; flesta þá sem um málið hafa fjallað, að fífli. Að öllu óbreyttu segir hann þá sem hér hafa verið nefndir verða sóttir til saka. Í það stefni reyndar miðað við opinber viðbrögð Viðars. En Jóhannes hefur ekki enn heyrt í neinum þeirra sem fengu frá honum bréf í gær. Reyndar eru þeir talsvert fleiri sem gætu átt það yfir höfði sér að fá hliðstætt bréf, af nógu sé að taka þegar ummæli sem feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi sé að ræða, en það sé verið að taka til þess afstöðu.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjónAfdráttarlaus fordæming og fyrirvaralaus „Við tökum þessi verstu fyrir fyrst,“ segir Jóhannes og að það skipti einnig máli hvaða stöðu viðkomandi hafa þegar þau láta ummælin falla. Sem gefi orðum þeirra meiri vigt en annars. Í væntanlegri málshöfðun segir lögmaðurinn vel koma til greina að einnig verði farið fram á bætur vegna þess tjóns sem Menn í vinnu hafa orðið fyrir vegna ummælanna en það tjón segir Jóhannes að sé verulegt. Starfsmannaleigan hafi misst fjölda samninga í kjölfar þess að málið kom upp. Á því þurfi að fara fram mat. Og, í kjölfarið af þessu hafi fjölmargir misst vinnuna. Ummælin sem um ræðir eru afdráttarlaus og birtast þau í ýmsum fjölmiðlum og á heimasíðum. Til að gefa hugmynd um hvers kyns er þá er í tilfelli Halldórs Þórs Grönvold meðal annars um að ræða:„Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim.“Rúmensku starfsmennirnir segja farir sínar ekki sléttar og segjast búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi.Visir/SigurjónFégráðug glæpafyrirtæki Hvað Sólveigu Önnu snertir þá eru tiltekin ummælin: „Við erum annars vegar að díla við glæpamenn,“ og „Hver er ástæðan fyrir að atvinnurekendur með ónýtan siðferðisáttavita hafa þennan hóp í sigtinu? Það er af því að þau eru jaðarhópur í samfélaginu. Þau sjá hóp af fólki þarna sem þau upplifa ekki sem mennskan.“ Þau ummæli sem tilgreind eru í bréfi til Drífu Snædal eru: „Í dag höfum við ekki þetta skipulag og glæpamenn sem eru svo fégráðugir að þeim er sama um grundvallar mannréttindi geta þannig vaðið uppi nánast óáreittir. Þessi glæpafyrirtæki geta svo boðið lágt verð í framkvæmdir, jafnvel á vegum ríkis og sveitarfélaga því það er sannanlega ódýrara að fá þræla til verksins en fólk sem krefst launa.“ Ummælin lét Drífa falla í vikulegum pistli sínum á heimasíðu ASÍ.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stendur í ströngu þessa dagana en atkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðs verkfalls 8. mars lýkur í kvöld.Vísir/VilhelmVænd um felsissviptingu og þrælahald Í einu bréfanna, sem stílað er á Maríu Lóu Friðjónsdóttur er haft eftir henni: „Að mínu mati er þetta nauðungavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim og þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum.“ Þessi ummæli segir Jóhannes að feli í sér refsiverðar aðdróttanir og annars konar ærumeiðingar í garð umbjóðanda sinna, það fari ekki á milli mála. Gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot svo sem frelsissviptingu, nauðungarvinnu, þrælahald og fleira sem margra ára fangelsisvist liggur við samkvæmt íslenskum lögum. Og, þessar ásakanir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Og það sýni öll gögn málsins.Efling hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni að sækja laun rúmensku vinnumannanna til starfsmannaleigunnar Menn í vinnu.Vísir/GVASögð kúga fólk og svíkja úr því fé Að endingu er hér nefnt bréf sem stílað er á Viðar Þorsteinsson en vitnað er í hann með setningar á borð við: „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ Og: „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk.“ Jóhannes segir þessi og fleiri ummæli yfirgengileg. Þau séu sett fram án fyrirvara og í engu sé litið til hugsanlegra málsvarna skjólstæðings hans. „Það er eins og bannað sé að nefna staðreyndir,“ segir Jóhannes og vísar til þess hversu hart fjöldi fólks hefur gengið fram. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Í gærkvöldi var fimm manns, sem öll eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sent bréf: Krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta. Bréfið er jafnframt aðvörun um málshöfðun en það sendir Jóhannes S. Ólafsson Landsréttarlögmaður fyrir hönd starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. Krafan er sett fram vegna ummæla sem sett voru fram í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um Rúmena sem kvörtuðu sáran undan því að hafa verið grátt leiknir af starfsmannaleigunni. Þau sem um ræðir eru: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Halldór Þór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal forseti ASÍ, María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Þegar hefur verið greint frá því að Viðari hafi borist slíkt bréf en hann hefur gefið það út, í samtali við Fréttablaðið, að hann ætli að virða það að vettugi. Þess er krafist af þeim sem hér eru nefndir að þeir biðjist afsökunar á ummælum sínum, dragi þau til baka og greiði frá 600 þúsund krónum og upp í milljón króna auk lögfræðikostnaðar sem metinn er á 150 til 200 þúsund krónur eftir atvikum. Þrjú bréf til viðbótar þessum verða send út í kvöld.Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact.Segir ekkert hæft í hinum meiðandi ummælum Vísir hefur bréfin og önnur gögn málsins undir höndum en Jóhannes lögmaður segir það yfir allan vafa hafið að ummælin sem um ræðir séu refsiverð og þau séu tilhæfulaus með öllu. Starfsmannaleigan hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart Rúmenunum sem um ræðir og reyndar staðið vel að málum gagnvart þeim. Það sýni gögn málsins svo ekki verður um villst. Jóhannes telur, í ljósi þeirra og framburðar skjólstæðinga sinna, að Rúmenarnir hafi haft fjölmiðla, Eflingu og ASÍ; flesta þá sem um málið hafa fjallað, að fífli. Að öllu óbreyttu segir hann þá sem hér hafa verið nefndir verða sóttir til saka. Í það stefni reyndar miðað við opinber viðbrögð Viðars. En Jóhannes hefur ekki enn heyrt í neinum þeirra sem fengu frá honum bréf í gær. Reyndar eru þeir talsvert fleiri sem gætu átt það yfir höfði sér að fá hliðstætt bréf, af nógu sé að taka þegar ummæli sem feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi sé að ræða, en það sé verið að taka til þess afstöðu.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjónAfdráttarlaus fordæming og fyrirvaralaus „Við tökum þessi verstu fyrir fyrst,“ segir Jóhannes og að það skipti einnig máli hvaða stöðu viðkomandi hafa þegar þau láta ummælin falla. Sem gefi orðum þeirra meiri vigt en annars. Í væntanlegri málshöfðun segir lögmaðurinn vel koma til greina að einnig verði farið fram á bætur vegna þess tjóns sem Menn í vinnu hafa orðið fyrir vegna ummælanna en það tjón segir Jóhannes að sé verulegt. Starfsmannaleigan hafi misst fjölda samninga í kjölfar þess að málið kom upp. Á því þurfi að fara fram mat. Og, í kjölfarið af þessu hafi fjölmargir misst vinnuna. Ummælin sem um ræðir eru afdráttarlaus og birtast þau í ýmsum fjölmiðlum og á heimasíðum. Til að gefa hugmynd um hvers kyns er þá er í tilfelli Halldórs Þórs Grönvold meðal annars um að ræða:„Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim.“Rúmensku starfsmennirnir segja farir sínar ekki sléttar og segjast búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi.Visir/SigurjónFégráðug glæpafyrirtæki Hvað Sólveigu Önnu snertir þá eru tiltekin ummælin: „Við erum annars vegar að díla við glæpamenn,“ og „Hver er ástæðan fyrir að atvinnurekendur með ónýtan siðferðisáttavita hafa þennan hóp í sigtinu? Það er af því að þau eru jaðarhópur í samfélaginu. Þau sjá hóp af fólki þarna sem þau upplifa ekki sem mennskan.“ Þau ummæli sem tilgreind eru í bréfi til Drífu Snædal eru: „Í dag höfum við ekki þetta skipulag og glæpamenn sem eru svo fégráðugir að þeim er sama um grundvallar mannréttindi geta þannig vaðið uppi nánast óáreittir. Þessi glæpafyrirtæki geta svo boðið lágt verð í framkvæmdir, jafnvel á vegum ríkis og sveitarfélaga því það er sannanlega ódýrara að fá þræla til verksins en fólk sem krefst launa.“ Ummælin lét Drífa falla í vikulegum pistli sínum á heimasíðu ASÍ.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stendur í ströngu þessa dagana en atkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðs verkfalls 8. mars lýkur í kvöld.Vísir/VilhelmVænd um felsissviptingu og þrælahald Í einu bréfanna, sem stílað er á Maríu Lóu Friðjónsdóttur er haft eftir henni: „Að mínu mati er þetta nauðungavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim og þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum.“ Þessi ummæli segir Jóhannes að feli í sér refsiverðar aðdróttanir og annars konar ærumeiðingar í garð umbjóðanda sinna, það fari ekki á milli mála. Gríðarlega alvarlegar ásakanir um hin ýmsu refsiverðu brot svo sem frelsissviptingu, nauðungarvinnu, þrælahald og fleira sem margra ára fangelsisvist liggur við samkvæmt íslenskum lögum. Og, þessar ásakanir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Og það sýni öll gögn málsins.Efling hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni að sækja laun rúmensku vinnumannanna til starfsmannaleigunnar Menn í vinnu.Vísir/GVASögð kúga fólk og svíkja úr því fé Að endingu er hér nefnt bréf sem stílað er á Viðar Þorsteinsson en vitnað er í hann með setningar á borð við: „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ Og: „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk.“ Jóhannes segir þessi og fleiri ummæli yfirgengileg. Þau séu sett fram án fyrirvara og í engu sé litið til hugsanlegra málsvarna skjólstæðings hans. „Það er eins og bannað sé að nefna staðreyndir,“ segir Jóhannes og vísar til þess hversu hart fjöldi fólks hefur gengið fram.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. 28. febrúar 2019 14:15
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00
Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00
Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. 28. febrúar 2019 09:55
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30