Lögreglu grunar hvernig kílóin komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 14:36 Rannsókn lögreglu er í samráði við dönsk lögregluyfirvöld og tollstjóra. Myndin er úr safni, frá fyrri fíkniefnafundi. Tollstjóri Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23
Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17
Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20