Frábært tækifæri Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 09:51 Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Fréttablaðið/Stefán Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“ Menning Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“
Menning Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“