Áslaug vill að sveitarfélögin hugi líka að skattalækkunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Í Kópavogi er útsvarið ekki í botni. Það er hins vegar staðan í 55 sveitarfélögum af 72. FRÉTTABLAÐIÐ/antonbrink „Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
„Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira