Malek sagður nálgast samkomulag um að leika Bond-illmenni Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 23:32 Rami Malek var valinn besti leikarinn í nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátið. Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi. James Bond Óskarinn Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi.
James Bond Óskarinn Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira