Fá reglulega tilkynningar um óhugnanlegt efni á borð við Momo Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 20:30 Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“ Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“
Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05
Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11