Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 17:11 Svo óheppilega vill til að teikningum skopmyndateiknarans snjalla, Halldórs Baldurssonar, svipar óneitanlega til hryllingsdúkkunnar Momo. Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“ Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“
Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05