Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 09:30 Síðasta ár var besta rekstrarár í sögu Skeljungs. Fréttablaðið/GVA Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31
Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00
Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00