Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Steingrímur tilkynnir um breytingu í þingflokkum á þingfundi í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent