Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00