Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2019 14:42 Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga og lætur sig litu skipta hvað Halldór í Holti er að makka með Sigmundi Davíð. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“ Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25
Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“