Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2019 11:29 Bók Helga veitir fágæta innsýn í baksvið mála sem hafa verið áberandi í bæði viðskiptalífinu og pólitíkinni undanfarin ár og áratugi. Ekki verður betur séð af lestri nýútkominnar endurminningabókar Helga Magnússonar, Lífið í lit sem Björn Jón Bragason skráir, en að Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, hafi talið Bjarna Benediktsson hafa flotið sofandi að feigðarósi þegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var að liðast í sundur.„Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“ Þetta sagði Davíð við ónefndan flokksbróður sinn þegar stjórnarsamstarfið var í uppnámi og spurðist til Bjarna við laxveiðar, í golfi og við fótboltagláp. Helgi Magnússon athafnamaður hefur komið víða við á viðburðaríkri ævi, um er að ræða glæsilega útgáfu og veitir bókin fágæta innsýn í baksvið ýmissa mála sem einkennt hafa þjóðlífið undanfarna áratugina í viðskiptum og stjórnmálum.Í fangaklefa vegna Hafskipa Helgi var til að mynda endurskoðandi Hafskipa en gjaldþrot þess félags skók samfélagið og teygði anga sína víða. Helgi sjálfur var hnepptur í gæsluvarðhald, eða eins og segir í bókinni, og er þá tekið til atburða vorið 1986:Hafskipsmálið er eitt þessara mála sem ætlar að fylgja þjóðinni lengi vel. Helgi fjallar um það frá fyrstu hendi í nýrri bók.„Rannsóknarlögreglumennirnir virtust frekar afslappaðir yfir þessu öllu saman. Spurningaleikirnir tækju brátt enda og komið fram yfir hádegi. Ég þurfti eðlilega að komast á skrifstofuna. Ekkert gaf til kynna hvað í vændum var. Við lok yfirheyrslunnar kom áfallið. Ég var ekki á leiðinni á skrifstofu mína í Síðumúla, heldur í Síðumúlafangelsið, hinum megin götunnar.“ Helgi, sem lengi var gegnheill Sjálfstæðismaður, tók þátt í stofnun Viðreisnar; flokks sem hann telur að eigi framtíðina fyrir sér. Í bókinni tjáir hann sig um viðburðaríka sögu flokksins í stórum dráttum. Hann segir að tekin hafi verið mikil áhætta við myndun ríkisstjórnar snemma árs 2017. Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur mynduðu þá eins manns meirihlutastjórn. En, ekki var margra kosta völ. Vísir birtir brot úr bókinni með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Benedikt grefur sína pólitísku gröf Viðreisn vildi eðlilega ekki verða þriðja hjólið undir vagni fallinnar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem var rúin trausti og þá var of langt á milli framsóknarmanna og viðreisnarmanna í málefnum landbúnaðar, gjaldmiðils og sjávarútvegs. Ríkisstjórnin gerði margt gott á skömmum líftíma sínum og ráðherrar Viðreisnar stóðu sig að mörgu leyti vel.Benedikt lét af embætti formanns Viðreisnar í október á síðasta ári. Helgi telur hann hafa leikið af sér þegar hann kynnti hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.Vísir/ErnirUndantekning frá því var þegar Benedikt Jóhannesson kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, enda voru það hrein og klár svik. Sjálfur hafði hann lofað því hátíðlega að skatturinn yrði ekki hækkaður. Kannski hafði þetta enn meiri áhrif innan Viðreisnar þar sem flokkurinn hafði beinlínis verið stofnaður sem viðbrögð við svikum stjórnmálamanna. Benedikt gróf svo sína pólitísku gröf þegar hann kynnti ráðagerðir sínar um að taka af okkur peningaseðla. Ég hygg að þar hafi vondir ráðgjafar haft mest áhrif. Benedikt hafði áunnið sér traust og virðingu sem fjármálaráðherra og var kominn á gott pólitískt flug, en hlekktist verulega á. […]Höndluðu mál tengd pabba Bjarna illa Hvorki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra né Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tóku rétt á klúðursmálum tengdum föður Bjarna og Bjarni sinnti ekki leiðtogahlutverkinu sem skyldi. Þetta er útbreidd skoðun meðal ýmissa sjálfstæðismanna og líka annarra sem til þekkja.Hjalti Sigurjón Hauksson reyndist mikill örlagavaldur. Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hafði skrifað upp á fyrir hann við umsókn um uppreist æru. Helgi telur Bjarna og Sigríði hafa höndlað það mál allt afleitlega.Hjalti SigurjónSumarið 2017 þegar reið á að halda saman brothættu ríkisstjórnarsamstarfi fréttist af forsætisráðherra við bakka ýmissa gjöfulla laxveiðiáa, á golfvöllum hvarvetna eða að horfa á knattspyrnu í Hollandi, Finnlandi og hér heima. Allt eru þetta bráðskemmtileg áhugamál en ríkisstjórnin hékk á bláþræði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, orðaði þetta svo við einn flokksbróður sinn þá um sumarið: „Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“Stjórnin pólitískur bastarður Fall ríkisstjórnarinnar haustið 2017 var mjög óheppilegt fyrir þróun stjórnmála og þjóðfélagsins alls. Niðurstaða alþingiskosninganna sem fylgdu var óskýr og enginn góður kostur á stjórnarsamstarfi.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, en Helgi segist vorkenna Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með hann.Vísir/VilhelmSamsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem loks var mynduð er hálfgerð neyðarstjórn og um leið pólitískur bastarður. Stefna hennar er að hafa enga stefnu – enda ómögulegt að samræma stefnur á ólíkustu endum stjórnmálanna. Ég vorkenni Sjálfstæðisflokknum að sitja uppi með það að hafa gert formann sósíalista á Íslandi að forsætisráðherra í fyrsta sinn og að hafa leitt Steingrím J. Sigfússon til þess virðingarsætis sem forseti Alþingis gegnir, manninn sem ber ábyrgð á Landsdómshneykslinu og níðingsverkinu sem unnið var í nafni Alþingis á Geir H. Haarde, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins.(Bls. 520 og áfram.) Uppreist æru Tengdar fréttir Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Ekki verður betur séð af lestri nýútkominnar endurminningabókar Helga Magnússonar, Lífið í lit sem Björn Jón Bragason skráir, en að Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, hafi talið Bjarna Benediktsson hafa flotið sofandi að feigðarósi þegar stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var að liðast í sundur.„Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“ Þetta sagði Davíð við ónefndan flokksbróður sinn þegar stjórnarsamstarfið var í uppnámi og spurðist til Bjarna við laxveiðar, í golfi og við fótboltagláp. Helgi Magnússon athafnamaður hefur komið víða við á viðburðaríkri ævi, um er að ræða glæsilega útgáfu og veitir bókin fágæta innsýn í baksvið ýmissa mála sem einkennt hafa þjóðlífið undanfarna áratugina í viðskiptum og stjórnmálum.Í fangaklefa vegna Hafskipa Helgi var til að mynda endurskoðandi Hafskipa en gjaldþrot þess félags skók samfélagið og teygði anga sína víða. Helgi sjálfur var hnepptur í gæsluvarðhald, eða eins og segir í bókinni, og er þá tekið til atburða vorið 1986:Hafskipsmálið er eitt þessara mála sem ætlar að fylgja þjóðinni lengi vel. Helgi fjallar um það frá fyrstu hendi í nýrri bók.„Rannsóknarlögreglumennirnir virtust frekar afslappaðir yfir þessu öllu saman. Spurningaleikirnir tækju brátt enda og komið fram yfir hádegi. Ég þurfti eðlilega að komast á skrifstofuna. Ekkert gaf til kynna hvað í vændum var. Við lok yfirheyrslunnar kom áfallið. Ég var ekki á leiðinni á skrifstofu mína í Síðumúla, heldur í Síðumúlafangelsið, hinum megin götunnar.“ Helgi, sem lengi var gegnheill Sjálfstæðismaður, tók þátt í stofnun Viðreisnar; flokks sem hann telur að eigi framtíðina fyrir sér. Í bókinni tjáir hann sig um viðburðaríka sögu flokksins í stórum dráttum. Hann segir að tekin hafi verið mikil áhætta við myndun ríkisstjórnar snemma árs 2017. Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur mynduðu þá eins manns meirihlutastjórn. En, ekki var margra kosta völ. Vísir birtir brot úr bókinni með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Benedikt grefur sína pólitísku gröf Viðreisn vildi eðlilega ekki verða þriðja hjólið undir vagni fallinnar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem var rúin trausti og þá var of langt á milli framsóknarmanna og viðreisnarmanna í málefnum landbúnaðar, gjaldmiðils og sjávarútvegs. Ríkisstjórnin gerði margt gott á skömmum líftíma sínum og ráðherrar Viðreisnar stóðu sig að mörgu leyti vel.Benedikt lét af embætti formanns Viðreisnar í október á síðasta ári. Helgi telur hann hafa leikið af sér þegar hann kynnti hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.Vísir/ErnirUndantekning frá því var þegar Benedikt Jóhannesson kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, enda voru það hrein og klár svik. Sjálfur hafði hann lofað því hátíðlega að skatturinn yrði ekki hækkaður. Kannski hafði þetta enn meiri áhrif innan Viðreisnar þar sem flokkurinn hafði beinlínis verið stofnaður sem viðbrögð við svikum stjórnmálamanna. Benedikt gróf svo sína pólitísku gröf þegar hann kynnti ráðagerðir sínar um að taka af okkur peningaseðla. Ég hygg að þar hafi vondir ráðgjafar haft mest áhrif. Benedikt hafði áunnið sér traust og virðingu sem fjármálaráðherra og var kominn á gott pólitískt flug, en hlekktist verulega á. […]Höndluðu mál tengd pabba Bjarna illa Hvorki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra né Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tóku rétt á klúðursmálum tengdum föður Bjarna og Bjarni sinnti ekki leiðtogahlutverkinu sem skyldi. Þetta er útbreidd skoðun meðal ýmissa sjálfstæðismanna og líka annarra sem til þekkja.Hjalti Sigurjón Hauksson reyndist mikill örlagavaldur. Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hafði skrifað upp á fyrir hann við umsókn um uppreist æru. Helgi telur Bjarna og Sigríði hafa höndlað það mál allt afleitlega.Hjalti SigurjónSumarið 2017 þegar reið á að halda saman brothættu ríkisstjórnarsamstarfi fréttist af forsætisráðherra við bakka ýmissa gjöfulla laxveiðiáa, á golfvöllum hvarvetna eða að horfa á knattspyrnu í Hollandi, Finnlandi og hér heima. Allt eru þetta bráðskemmtileg áhugamál en ríkisstjórnin hékk á bláþræði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, orðaði þetta svo við einn flokksbróður sinn þá um sumarið: „Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“Stjórnin pólitískur bastarður Fall ríkisstjórnarinnar haustið 2017 var mjög óheppilegt fyrir þróun stjórnmála og þjóðfélagsins alls. Niðurstaða alþingiskosninganna sem fylgdu var óskýr og enginn góður kostur á stjórnarsamstarfi.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, en Helgi segist vorkenna Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með hann.Vísir/VilhelmSamsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem loks var mynduð er hálfgerð neyðarstjórn og um leið pólitískur bastarður. Stefna hennar er að hafa enga stefnu – enda ómögulegt að samræma stefnur á ólíkustu endum stjórnmálanna. Ég vorkenni Sjálfstæðisflokknum að sitja uppi með það að hafa gert formann sósíalista á Íslandi að forsætisráðherra í fyrsta sinn og að hafa leitt Steingrím J. Sigfússon til þess virðingarsætis sem forseti Alþingis gegnir, manninn sem ber ábyrgð á Landsdómshneykslinu og níðingsverkinu sem unnið var í nafni Alþingis á Geir H. Haarde, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins.(Bls. 520 og áfram.)
Uppreist æru Tengdar fréttir Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00