Konudagurinn, dagurinn hennar Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 09:15 Blóm eru auðvitað skotheld, en ýmis einföld viðvik geta líka slegið í gegn. Mynd/Getty Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira